Nokkur hiti var í Kastljósi gærkvöldsins á Rúv en en Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri hjá ráðgjafafyrirtækinu Ráði, sagðist fagna árás Hamas á Ísrael. Hamas eru hryðjuverkasamtök og var Diljá Mist Einarsdóttur, formanni utanríkisnefndar, mjög brugðið við ummælin.
„Ég sem Palestínumaður, auðvitað fagna ég þessu. Af því að það er enginn, úti um allan heim, sem er að taka upp mál Palestínumanna. Palestínumenn hafa upplifað mannréttindabrot í tugi ára, fólkið á Gaza-svæðinu er í stærsta fangelsi í heimi og komast hvergi, það er verið að skammta því vatn, rafmagn, matarvörur og eitthvað svona,“ sagði Falasteen en var hún sextán ára gömul þegar hún flutti til Íslands. Spyrillinn hélt áfram að spyrja Falasteen út í hvað hún ætti við með þeim orðum sem hún lét falla og vildi Diljá einnig fá að vita hvort hún hafi misskilið hana.
„Bara svo það gæti einskis misskilnings, þá er Falasteen varla að fagna fjöldamorði á saklausum borgurum?“ sagði Diljá Mist.
„Ég fagna því að það sé einhver að gera árás á landtökufólkið,“ svaraði Falasteen.
„Guð minn góður,“ svaraði Diljá Mist sem var augljóslega mjög brugðið en þáttinn má sjá í heild sinni hér.