Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Bless, bless Bjarni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Afsögn“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hefur vakið gríðarlega athygli. Sumir gleypa það hrátt að hann sé í raun að segja af sér embætti, nauðugur og raunamæddur. Aðrir telja sig sjá í gegnum margbrotna leikfléttu sem geri honum kleift að hreinsa sig af Íslandsbankamálinu og stilla VG upp við vegg með fordæmi sínu. Aðrir í sigti umboðsmanns Alþingis munu þurfa að axla sín skinn ef álit falla þeim í óhag.

Eðli málsins samkvæmt hafa ótal margir tjáð sig á samfélagsmiðlum.„Bjarni Benediktsson var að segja af sér. Ja hérna. Á dauða mínum átti ég von,“ sagði Sara Óskarsson, listakona og fyrrverandi þingmaður Pírata. „Adieu,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og birti mynd af Bjarna þar sem hann skreytir fallega köku. Þá eru fleiri sem kveðja Bjarna á látlausan hátt en „Bless bless,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

Það mun skýrast á næstunni hverjir næstu leikir í refskák Bjarna verða. Afsögnin verður væntanlega ekki dýpri en svo að hann færir sig í annað ráðuneyti. Nær öruggt er að Sönnu borgarfulltrúa verður ekki að þeirri ósk sinni að fá að kveðja Bjarna strax.

Spennandi dagar eru framundan. Vitað er að Bjarni hefur lengi verið þreyttur á því fargi sem fylgir því að vera í forystu fyrir flokk sem er á fallanda fæti og þurfa stöðugt að glíma við syndir föður síns. Því er einn möguleikinn í stöðunni sá að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður taki við keflinu en Bjarni setjast á friðarstól í utanríkisráðuneytinu. Haldi Bjarni áfram sem formaður þá blasir leikfléttan við og allt var þetta ys og þys til að rétta af ímyndina. Svo er þetta spurning um pólitíska inneign hans og hvort flokkurinn rétti úr kútnum …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -