Rokkgoðsögnin Bubbi Morthens skrifaði áhugaverða færslu á Facebook í morgun þar sem hann segir frá slæmum draumi sem hann dreymdi.
Í færslunni segir Bubbi að það séu forrréttindi að búa á Íslandi, þrátt fyrir að vandamál séu hér að finna. „Mig dreimdi skollið væri á stríð hér heima og það væri verið að skjóta fólk útiá götu og innrása herinn hefði komið frá sjó og í flugvélum,“ skrifaði Bubbi og sagðist svo hafa vaknað og áttað sig á að þetta væri bara draumur. „Varð ég æði glaður og finnst allt æðislegt veðrið úti núna já barasta allt. Njótum dagsins.“ Efalaust geta margir tekið undir þessi orð Bubba, nú þegar sprengjum rignir yfir fólk fyrir botni Miðjarðarhafs.
Hér er færslan öll:
„Að búa á íslandi eru forréttindi vandamál okkar eru sannarlega til staðar. En það eru samt forréttindi. Mig dreimdi skollið væri á stríð hér heima og það væri verið að skjóta fólk útiá götu og innrása herinn hefði komið frá sjó og í flugvélum er ég vaknaði og gerði mér grein fyrir þetta hefði verið draumur varð ég æði glaður og finnst allt æðislegt veðrið úti núna já barasta allt. Njótum dagsins.“