Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður og aðstoðamaður dómsmálaráðherra, hefur gefið út nýja færslu um ákvörðun Bjarna Benediktsson um að segja sig frá embætti fjármálaráðherra Íslands. „Mér finnst álit umboðsmanns ekki gefa tilefni til svona drastískrar ákvörðunar en skil vel ákvörðun Bjarna. Þegar álitið er lesið má sjá að umboðsmaður gerir heldur ekki ráð fyrir þessum afleiðingum,“ fullyrðir Brynjar.
„Nú fara menn kannski yfir sviðið og átta sig á hversu öflugur fjármálaráðherra Bjarni var og mikill heiðursmaður. Í fyrstu ríkisstjórninni sem hann sat í sem fjármálaráðherra náðist að vinna kraftaverk með samningum við slitabú föllnu bankanna og afnám gjaldeyrishafta,“ segir Brynjar um flokksbróður sinn.
Ljóst er að Bjarni er í miklum mætum hjá færsluhöfundi sem skrifar: „Í ráðherratíð hans hefur staða ríkissjóðs gjörbreyst þrátt fyrir utanaðkomandi áföll og kaupmáttur almennings, sérstaklega þeirra sem höllustum fæti stóðu, aukist um tugi prósenta, sem ekki hefur gerst í löndum.“
Þá er sér Brynjar einnig eftir væntanlegu upphlaupi stjórnarandstæðunnar: „Verst að Bjarni skuli ná að eyðileggja upphlaup og leiksýningar stjórnarandstöðunnar á þinginu og hin skemmtilegu og sívinsælu mótmæli á Austurvelli þar sem krafist yrði afsagnar.“
Hér að neðan má sjá færslu Brynjars í heild: