Hryðjuverkasamtökin Hamas hafa hótað því að sprengja upp ísraelsku borgina Ashkelon en frá þessu greindu samtökin á Telegram fyrr í dag. Samtökin sögðu íbúum borgarinnar að þeir skyldu flýja heimili sín fyrir klukkan fimm að staðartíma en mun það vera 14:00 að íslenskum tíma. Mun þetta vera hefndaraðgerð Hamas fyrir árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu en Ashkelon er norður af Gaza ströndinni. Í dag er fjórði dagur átakanna og er ekkert lát á loftárásum á svæðinu. Tugir þúsunda hafa þegar neyðst til þess að flýja heimili sín.
Uppfært: Hamas hefur hafið eldflaugaárás á borgina Ashkelon.