Snorri Ásmundsson vill verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins.
Listamanninum Snorra Ásmundssyni er ekkert heillagt en hann hefur tekið upp á hinum og þessum gjörningum í gegnum tíðina en nú segist hann vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn „inn í betri tíð og hefja flokkinn aftur á flug“ sem nýr formaður flokksins. Virðist hann þannig gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson hætti brátt sem formaður Sjálfstæðisflokksins en hann sagði af sér ráðherraembætti í dag. Snorri, sem árið 2009 bauð sig fram gegn Geir Haarde í formannskosningum flokksins, sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu. Lesa má hana hér fyrir neðan:
„Heimurinn stendur á barmi örvæntingar og leiðtogar að missa máttinn og á slíkum tímamótum þarf heimurinn nýja og hamingjusama leiðtoga til að forða heiminum út úr ógöngum.
Ég er tilbúinn, eru þið tilbúinn?“