Eigandi kynlífstækjaverslunar á höfuðborgarsvæðinnu segir sölu á hjálpartækjum ástarlífsins hafa rokið upp í samkomubanni. Kalla hefur þurft inn aukastarfsfólk og ráða nýja starfsmenn til ana eftirspurn.
„Við finnum fyrir mikilli aukningu síðustu vikuna, það er aðeins rólegra í búðinni okkar en salan í netverslun hefur aukist mjög mikið,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi hjálpartækjaverslunarinnar Blush í viðtali við Smartland og bætir við að fólk sé augljóslega að nýta þennan tíma til að hlúa að ástarsambandinu.
Í ljósi aukinnar eftirspurnar segist Gerður hafa þurft að fjölga starfsfólki og sé því skipt í hópa sem er raðað á vaktir til að draga úr hættu á Covid-19 smitum. Þá segist hún hafa gripið til þess ráðs að bjóða fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Um 60 prósent viðskiptavina séu konur og fjörtíu prósent karlar en aukin sala á herravörum sé ánægjuefni.