Þriðjudagur 5. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Læknir á Gaza með neyðarkall til heimsbyggðarinnar – 100 nýburar munu deyja komist rafmagn ekki á

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Læknar á Gaza-ströndinni segja 100 nýbura muni deyja fljótlega, komist rafmagn ekki á.

Hassna Khalaf, yfirmaður Al-Wafa-sjúkrahússins í Gaza-borg, segir í viðtali við Al Jazeera, að spítalar á svæðinu treystu á vara aflstöðvar, sem eru ekki ætluð til að knýja áfram mörg lækningatæki. Ísraelar hafa nú tekið rafmagn af Gaza-ströndinni, sem og matar- og vatnssendingar, í kjölfar árásar Al-Quaassam herflokksins frá Gaza, á Ísrael.

Spáir hann því að aflstöðvarnar muni endast í mesta lagi „í nokkra daga“ og gæti jafnvel stöðvast innan dags, sökum dvínandi eldsneytisbirgðir sem stafa af „algjöru umsátri“ sem varnarmálaráðherra Ísraels, Gallant, boðaði.

Khalaf sagði að nú séu 100 nýburar á Gaza sem treysti á lækningatæki. „Þessir nýburar, þeir munu ekki lifa af … vegna þess að þeir eru háðir rafmagni og lækningabúnaði, á öllum sviðum lífsins,“ sagði hann og bætti við. „Þeir eru mjög litlir. Þeir eru mjög veikburða.“

Þá sagði læknirinn að einnig væru um 1.100 sjúklingar á Gaza sem treysti á skilunarvélar til að halda lífi og sagði umsátur Ísraela jafngilda „fjöldamorði.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -