Meðlimir KISS lögsóttir af fjölskyldu látins manns.
Gene Simmons og Paul Stanley, meðlimir hljómsveitarinnar KISS, hafa verið lögsóttir af fjölskyldu rótara hljómsveitarinnar. Francis Stueber, rótari, smitaðist af COVID meðan hljómsveitin var á tónleikaferðalagi en lést nokkrum dögum eftir að hann smitaðist.
Fjölskyldan heldur því fram að fólk sem var að vinna á tónleikaferðalaginu hafi smitast þegar Paul Stanley smitaðist og hann hafi smitað starfsfólkið. Þau halda því einnig fram að hljómsveitin hafi ekki fylgt settum reglum sem settar voru í kjölfar COVID.
Rótarinn var einn í einangrun á hótelherbergi sínu og hafði verið lofað af umboðsmanni sveitarinnar að læknir myndi koma að kíkja á hann. Læknirinn kom hins vegar aldrei og þegar umboðsmaðurinn bað annan starfsmann að kíkja á Francis kom starfsmaðurinn að honum látnum.