Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Lýsa eftir unglingum í Grafarvogi sem kasta eggjum í lítil börn og bíla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þá keyrði allt í einu bíll framhjá með opna hurð. Ég horfði á bílinn og hugsaði af hverju er opin hurð en síðan opnaðist hurðin meira og það var unglingsstrákur sem kastaði einhverju út,“ sagði Sunneva Arna, tólf ára stúlka sem búsett er í Grafarvogi í kvöldfréttum í gær.

Sunneva varð fyrir því leiðinda atviki að unglingsstrákar köstuðu í hana eggjum á meðan hún beið eftir Strætó til þess að fara á æfingu. Á Facebook-síðu íbúa Grafarvogs birtist svo færsla í gær þar sem lýst var eftir vitnum að atvikinu sem átti sér stað á miðvikudaginn síðastliðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og svo virðist sem margir hafi lent í eggjakasti unglinganna. Þar á meðal sjö ára stúlka. Ekki liggur fyrir hvort unglingspiltarnir séu fundnir en íbúar eru vel á varðbergi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -