Lögreglu barst tilkynning um skemmdarverk í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að rúða hafði verið brotin í skartgripaverslun og munum stolið úr sýningarglugga sem sneri út að götunni. Ekki kemur fram hvort einhver liggi undir grun en málið er til rannsóknar hjá lögreglu.
Um miðnætti stöðvaði lögregla ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að maðurinn var einnig sviptur ökuréttindum. Var hann látinn laus að lokinni sýnatöku. Síðar um nóttina stöðvaði lögregla annan ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var einnig látinn laus að lokinni sýnatöku. Þá sinni lögregla öðrum minniháttar málum og reglubundnu umferðareftirliti.