Óskað var eftir aðstoð lögreglu í gær við að vísa manni út af hóteli. Þegar lögregla kom á vettvang sagðist maðurinn hafa bókað stærstu svítuna á hótelinu og var ósáttur með að hafa ekki fengið hana. Honum var í kjölfarið vísað út af lögreglu. Skömmu síðar tilkynnti vegfarandi um manneskju sem var að betla fyrir utan verslun. Lögregla fór á vettvang og kannaði málið.
Í Kópavogi var tilkynnt um eignaspjöll í fjölbýli og sofandi mann á stigagangi. Maðurinn var vakinn og honum ekið heim til sín. Áhuggjufullur íbúi óskaði eftir aðstoð lögreglu við að vísa óvelkomnum manni á brott. Fór hann sjálfviljugur eftir að hafa rætt við lögreglu. Þá sinnti lögregla öðrum minniháttar málum auk reglubundnu umferðareftirliti. Nokkra ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.