Laugardagur 4. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Vakti athygli á sjúkdómi sínum með magnaðri mynd: „200 milljón konur búa daglega við mikinn sársauka og þreytu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Írska söngkonan RuthAnne er ein fjölmargra kvenna sem glíma við sjúkdóminn endómetríósa, en söngkonan steig fram í viðtali í heimalandi sínu fyrir nokkrum mánuðum og sagði frá að hún hefði verið greind með sjúkdóminn.

Í viðtalinu sagði hún frá hversu mikil áhrif sjúkdómurinn hefði haft á líkamlega heilsu hennar, og hvernig það að lifa með stöðuga líkamlega verki hefði einnig haft mikil áhrif á andlega heilsu hennar. Þrátt fyrir viðtalið og orð RuthAnne og annarra kvenna sem sagt hafa frá sjúkdóminum getur verið erfitt fyrir aðra að gera sér í hugarlund hvaða áhrif hann hefur, en talið er að um 10% stúlkna og kvenna séu með sjúkdóminn, einnig er þekkt að transkarlar og kynsegin fólk sé með sjúkdóminn

Til að vekja athygli á sjúkdómnum og áhrifum hans ákvað RuthAnne því að fá vinkonu sína, förðunarfræðinginn Jemmu Louise, til að sýna það með líkamsmálningu hvaða áhrif sjúkdómurinn hefur á líkamann.

Kviður RuthAnne er málaður blæðandi og marinn og vafinn í gaddavír, ásamt orðunum: uppblásinn, ófrjósemi, bruni, sársauki, þreyta og ör.

View this post on Instagram

Just because you can’t see it doesn’t mean it doesn’t exist. This is a very vulnerable post but on this International women’s day I want to help visualise the pain that we, the 1 in 10 women with #endometriosis suffer daily with or throughout the month living with this chronic disease. This isn’t for sympathy, it is to educate & create awareness. It’s very hard to understand a disease that is internal that you can’t see & throughout my endo journey at times I did not feel believed or I was made to feel dramatic or that it couldn’t be as bad as I was saying cos I looked fine on the outside but it really is this bad. So me & my friend who is an amazing body paint artist & a fellow endo warrior @jemmalouisemua did this to help everyone really get a better visual understanding of the reality of this. There are 200million women worldwide living with daily excruciating pains & exhaustion that feels like barb wired is wrapped tightly around you ripping your insides apart while a hot iron is burning the insides of your stomach while being punched in the ovaries/womb while a sharp knife is cutting into your lower back, the bloating, the scars, the fatigue, the years of pain before diagnosis, the recovery from multiple surgeries, the threat to your future children or the absolute heartbreak of infertility. And the toll it takes on your mental health is a whole other post lol. So I applaud every woman living, surviving and thriving with this disease. I hope doctors find us a cause, a cure. I hope schools will start educating menstrual health. I hope this visual helps bring everyone more understanding. And if you are feeling like this during your period or anytime please go see your doctor now ❤️ #endometriosis #endometriosisawareness #endometriosisawarenessmonth #endo #endowarrior @endoireland @endometriosis.uk #endomarch #awareness #1in10 @internationalwomensday_global @womenshealthmag @iamhalsey @lenadunham @juleshough @vitalhealthendometriosis #endometriosisart

A post shared by RuthAnne (@thisisruthanne) on

Á heimasíðu Samtaka um endómetríósu má finna allar upplýsingar um sjúkdóminn og á heimasíðunni má meðal annars sjá að algeng einkenni endómetríósu eru:

- Auglýsing -

Sársauki í kviðarholi
Mikill sársauki við blæðingar
Sársauki fyrir blæðingar
Langar blæðingar
Miklar og/eða óreglulegar blæðingar
Brún útferð fyrir og eftir blæðingar
Milliblæðingar
Sársauki við egglos
Verkir í mjóbaki eða niður eftir fæti við blæðingar/egglos
Verkir í kviðarholi milli blæðinga
Verkir við eða eftir kynlíf
Verkir tengdir þvagblöðru
Verkir tangdir ristli og þörmum
Hægðatregða og/eða niðurgangur
Uppblásinn magi
Ógleði og/eða uppköst
Erfiðleikar við að verða barnshafandi
Ófrjósemi
Síþreyta

Stundum eru einstaklingar einkennalausir/einkennalitlir og greinast fyrst þegar um önnur heilsuvandamál er að ræða, t.d. ófrjósemi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -