Diddi Frissa: Róaði konuna með því að kaupa hótel

top augl

Gestur Sjóarans er Sigurður Friðriksson, betur þekktur sem Diddi Frissa, var til sjós í að verða hálfa öld. Hann gaf nýverið út bókina Lífssaga Didda Frissa – Kröftugur til sjós og lands þar sem farið er yfir lífshlaup hans.

Eftir að sjómennskunni lauk fór hann meðal annars út í hótelrekstur og rak hótel skammt frá Hlemmi í miðborg Reykjavíkur. Árið 2017 fékk hann kauptilboð í hótelið en sá böggull fylgdi skammrifi að ef til sölunnar kæmi þyrfti hann að afhenda hótelið strax næsta dag. Diddi sló til og afhenti hótelið á miðnætti en ráðahagurinn fór vægast sagt illa í konu Frissa sem varð mjög ósátt. Þá var fátt annað að gera en að róa spúsu sína og því fóru þau strax í kjölfarið í rekstur á hóteli að Skógum – sem þau reka enn.

Sjómennskan var stór partur af lífi Frissa og hann varð strax aflasæll ungur en þetta var ekki alltaf til að afla honum vinsælda. Eitt sinn kom hann til hafnar með töluverðan afla og þegar hann var inntur eftir því hvar hann hafði verið við veiðar stóð ekki á svörum.

„Ég sagði þeim alveg nákvæmlega havr ég var nema að ég bætti töluvert við það sko. Ég sagði þeim að ég hefði verið tvo tíma út í norð-vestur. Svo þegar það er farið út brenna allir tvo tíma í norð-vestur. Svo kveikja allir ljósin og ég sá bara að það var ekkert pláss fyrir mig þannig að ég fór bara til baka í hálftíma eða þrjú korter og byrjaði að leggja. Það var góður róður! Þar var fiskurinn. Ég var ekkert vinsælasti maðurinn í höfninni daginn eftir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér á hlaðvarpsveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni