Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku eftir alvarlegt bílslys á Breiðholtsbraut seint í gærkvöld. Annar aðilinn er sagður alvarlega slasaður eftir að tveir bílar skullu saman. „Þetta gerist í gær um hálf tólf um kvöldið. Tveir aðilar fluttir á spítala á bráðamóttöku, annar þeirra alvarlega slasaður,“ sagði Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri í samtali við Mannlíf nú skömmu fyrir hádegið. Aðspurður á hvaða aldri fólkið var sagði hann: „Þetta eru ungir einstaklingar.“ Í tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að alls hafi fjórir aðilar verið í bifreiðunum. Þá hafi verið slökkvilið verið kallað út til þess að ná ökumanni úr annarri bifreiðinni. Fréttin verður uppfærð.