Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.6 C
Reykjavik

Bjargaði eldri hjónum frá drukknun í Bláa Lóninu: „Bjóðumst til að lána fólki kúta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóel Kristinsson bjargaði gömlum hjónum frá drukknum árið 1995.

Ein af hetjum ársins 1995 var Jóel Kristinsson, nemandi við Verzlunarskóla Íslands, en hann bjargaði breskum hjónum frá drukknun í Bláa lóninu. Hann var starfsmaður Bláa Lónsins á þeim tíma ásamt því að vera nemandi. Morgunpósturinn fjallaði ítarlega um málið á sínum tíma.

„Ég var á vakt í kennaraverkfallinu og það er í raun gott að kennarar voru í verkfalli, annars hefði getað farið verr fyrir gömlu hjónunum en það gerði. Ég og fararstjórinn urðum varir við að þau voru að busla. Hann stoppaði á bryggjunni en ég fór út í. Þetta voru Bretar, gömul hjón og ósynd bæði. Ég fór með manninum inn í sturtuklefann en hann var dálitla stund að jafna sig og hóstaði mikið. Ég hafði áhyggjur, því mér var sagt að hann vœri með hjartagalla og hann andaði mjög slitrótt. Eftir á tók hann í höndina á mér og þakkaði mér fyrir. Þetta er í þriðja skipti sem ég lendi í því að bjarga fólki. Pabbi hrósar mér mjög mikið þegar það gerist en ég fæ borgað fyrir þetta og starfið er mjög skemmtilegt og ég hef farið á námskeið í skyndihjálp. Í fyrsta skipti voru það tveir Kanar, konan ósynd og maðurinn var með hana á bakinu. Ég heyrði öskur og þá kom í Ijós að maðurinn var kominn í kaf og konan var buslandi á bakinu að reyna að halda höfðinu upp úr vatninu. Einu sinni var það lítið barn sem hafði dottið fram af bryggjunni. Þetta eru oft útlendingar sem lenda í svona, fólk sem er að millilenda og stoppar í nokkra tíma og fer þá í Bláa lónið,“ sagði Jóel í samtali við Morgunpóstinn.

Kristinn Benediktsson, rekstrarstjóri Bláa lóninu, sagði í samtali við Morgunpóstinn að þetta hafi verið töluvert vandamál á staðnum.

 „Við reynum að brýna fyrir fólki að fara ekki lengra út en það ræður við og bjóðumst til að lána fólki kúta til stuðnings ef það kann illa að synda. Við vitum líka til þess að fararstjórar gera þetta líka við skipulagða hópa sem hingað koma. En það erfiðasta er kannski að fólk vill ógjarnan láta það uppi ef það kann ekki að synda. Nú er búið að koma upp flotholtsgirðingum þannig að fólk getur haldið sig í námunda við það og einnig hangir uppi aðvörunarspjald af manni sem er að drukkna og baðar út öllum öngum. Það verður kannski aldrei komið algerlega í veg fyrir óhöpp, sumir ana bara í vitleysisgangi lengra en þeir ráða við. En vonandi dregur úr þessu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -