Lögreglu barst tilkynning um sofandi aðila í anddyri í heimahúsi í miðbæ Reyjavíkur í gær. Lögregla fór á vettvang og vakti manninn sem hélt sína leið. Seinna um daginn hafði vegfarandi samband við lögreglu og tjáði henni að hún hafði orðið vör við betlara við verslun í hverfi 101. Lögregla fór á vettvang og ræddi við meintan betlara.
Í sama hverfi hafði lögregla afskipti af ógnandi manni sem var vopnaður hnífi. Lögregla afvopnaði manninn og handtók en ekki liggur fyrir hvað honum gekk til. Þá sinnti lögregla reglubundnu umferðareftirliti en ekki kemur fram í dagbók lögreglu hvort einhver hafi verið stöðvaður við eftirlitið.