Britney Spears líkir kynlífi sínu með Colin Farrell við „götubardaga“, í nýrri ævisögu, sem beðið er með óþreyju en bókin heitir The Woman in Me.
Hin 41 ára poppprinsessa, átti tveggja vikna ástarævintýri með írska stórleikaranum Colin Farrell árið 2003, stuttu eftir að hún hætti með Justin Timberlake. Britney hitti Colin í gegnum vin sinn en hún sagði að þau hefðu orðið nánari eftir að hún heimsótti hann við tökur á kvikmynd hans S.W.A.T. sem kom út árið 2003.
Britney hefur nú opnað sig um kynni þeirra og segir að þau hefðu átt í „ástríðufullu“ ævintýri. Afhjúpunin kemur nú fram þrátt fyrir fregnir af því að hún hafi þurft að fresta útkomu sjálfævisögu sinar vegna áhyggja af mögulegum málaferlum Colins, vegna þess sem ritað er um hann í bókinni.
„Slagsmál er eina orðið yfir þetta – við vorum hvort yfir öðru, við glímdum svo ástríðufullt að það var eins og við værum í götuslagsmálum,“ skrifaði Britney í bókina. Þrátt fyrir þetta sagði Colin, eftir að hún hafði mætt með honum á frumsýningu kvikmyndarinnar The Recruit árið 2003, sagði hann fréttamönnum að þau væru „bara félagar“.
Í bókinni viðurkennir Britney að hún hafi ekki verið búin að jafna sig á þriggja ára ástarsambandi sínum með Justin Timberlake, þegar hún var að hitta Colin. „Eins og ég hafði gert áður, þá fannst mér ég of háð manni. Ég reyndi að sannfæra mig á hvaða hátt sem ég gat, að þetta væri ekkert stórmál, að við værum bara að leika okkur,“ skrifaði hún en TIME birti brot úr bókinni.
Poppstjarnan sagði að hún hefði verið „berskjölduð“ eftir sambandsslitin við Justin. Hún viðurkenndi einnig að „í stutta stund“ hafi hún haldið að ástarævintýri hennar og Colin gæti orðið eitthvað meira.
Britney og Justin byrjuðu að hittast þegar þau voru 17 og 18 ára, árið 1998, eftir að hafa hist við tökur á The Mickey Mouse Club, fimm árum áður. Þau voru par til árisins 2002, þegar hún byrjaði með Wade Robson.
Wake og Britney hættu sambandi sínu ári síðar, rétt áður en hún átti í stuttu ástarsambandi við Colin. Heimildir erlendra slúðursíða herma að Britney hafi neyðst til að fjarlægja nokkrar staðhæfingar í bókinni vegna hótana um málsókn frá lögmönnum Colin og Justin.
„Lögmenn kröfðust þess að sjá bók hennar fyrirfram og voru harðir á því að sumar opinberanir yrðu fjarlægðar. Það eru þó enn fullt af geggjuðum sögum í bókinni en Timberlake og Farrell höfðu áhyggjur af því hvað yrði sagt um þá í henni,“ sagði uppljóstrari við The Sun.