Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

The Crown-leikkonan Haydn Gwynne er látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breska leikkonan Haydn Gwynne er látin, 66 ára að aldri.

Leikkonan breska, Haydn Gwynne, sem hvað þekktust er fyrir að leika meðlim konungsfjölskyldunnar bresku, bæði í grínþáttunum The Windsors og dramaþáttunum The Crown, er látin, 66 ára að aldri.

Í yfirlýsingu frá aðstandendum hennar segir: „Með mikla sorg í hjarta deilum við því með ykkur, að stjarna leiksviðsins og skjásins, Haydn Gwynne lést á spítala í dag, eftir stutta baráttu við krabbamein. Hún var umkringd ástkærum sonum sínum, nánum fjölskyldumeðlimum og vinum, á dánarstundinni.“

„Við viljum þakka heilbrigðisstarfsfólkinnu á Royal Marsden og Brompton spítalanna fyrir yndislega ummönnun síðustu vikur.“

Gwynne neyddist til þess í september að hætta í West End leiksýningunni Stephen Sondheim´s Old Friends, vegna „persónulegra aðstæðna sem bar skjótt að“.

Leikferill Gwynne hófst er hún var á miðjum þrítugsaldri, eftir að hún hafði lært félagsfræði við Háskólann í Nottingham en hún hafði einnig starfað sem enskukennari í Róm.

- Auglýsing -

Fyrsta stóra hlutverkið fékk hún árið 1990, er hún lék Alex Pates í bresku grínþáttunum Drop the Dead Donkey. Á tíunda áratugnum lék Gwynne í fjöldi sjónvarpsþátta en hlutverk hennar voru fjölbreytt en hún lék meðal annars í barnaþáttunum Time Riders og dramaþáttunum Peak Practice og Merseybeat.

Margir muna best eftir Gwynne fyrir hlutverk hennar á leiksviðum, sérstaklega fyrir hlutverk hennar í West End og Broadway-söngleiknum Billy Elliot. Þar lék hún Mrs Wilkinson, kennara hins unga dansara. Árið 2006 hlaut hún tilnefningu Olivier verðlaunanna fyrir hlutverk hennar í Lundúnauppsetningu söngleiksins.

Þá sló hún einnig í gegn fyrr á árinu í The Great British Bake-Off-söngleiknum þar sem hún lék dómara bakarakeppninnar, Pam Lee. Gwynne hafði upphaflega verið forvitin að leika í leikriti byggða á bökunarkeppni í sjónvarpi en hún sagði í viðtali við The Independent að hún hafi svo orðið yfir sig hrifinn yfir því hversu flólið leikritið væri og djúpt.

- Auglýsing -

„Það er skemmtilegt og fyndið, en það snertir mann líka, þannig að ég held að áhorfendur fái helling út úr því,“ útskýrði hún. „Hjartnæmt, getur verið væmið orð, en ég held að fágunin og gæði handritsins og textanna, muni koma fólki á óvart.“

Aukreitis er Gwynne vel þekkt fyrir túlkun hennar á Kamillu Bretlandsdrottningu í grínþáttunum The Windsors. Þá lék hún einnig lafði Súsanna Hussey, í fimmtu seríu The Crown þáttanna.

Gwynne tjáði sig um kynnum sínum af Karli III, rétt fyrir krýningu hans. Sagðist hún hafa hitta þau hjónin oft og að hún hafi alltaf verið „mjög hrifin“ af hreinskilni þeirra.

„Ég hef hitt Karl margoft því hann er nokkuð áhugasamur um leikhús,“ útskýrði leikkonan. „Ég hitti Kamillu einnig fyrir mörgum árum á konunglegri frumsýningu kvikmyndar sem ég lék fyrir löngu síðan. Ég hef ekki hitt þau nýlega. Það hefur tilhneigingu til að vera þannig að fólk sé ekki mjög áhugasamt um að ég hitti það lengur, vegna þess að fjölmiðlafólk heldur að pressan gæti truflað.“

Haydn Gwynne lætur eftir sig förunaut sinn, Jason Phipps og syni þeirra tvo, Orlando og Harry.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -