Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Arnar leitar að manni sem ók á son hans: „Strákarnir mínir urðu hræddir og fóru af vettvangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnar Snæbjörnsson leitar að manni sem ók á son hans í gærkvöld.

Faðir 12 ára drengs sem ekið var á í Kópavogi í gærkvöldi, leitar nú að ökumanninum. Í Facebook-færslu sem hann birti í gær sagði hann að ekið hefði verið á einn af strákunum sínum á Fífuhvammsvegi klukkan 18:30 í gær en að strákarnir hefðu orðið hræddir og farið af vettvangi, þrátt fyrir að ökumaðurinn hafi gert tilraun til að ræða við þá.

Aðspurður hvort drengurinn hefði slasast illa sagði Arnar svo ekki vera, sem betur fer. „En svo veit maður aldrei svona árekstur getur gert meira en maður finnur í byrjun,“ sagði Arnar í samtali við Mannlíf í dag en hann var þá staddur á læknabiðstofu ásamt syninum. Bætti hann við: „Þess vegna er mikilvægt að finna bílstjórann.“

Þau sem telja sig vita meira um málið eru beðin um að senda skilaboð á Arnar á Messenger eða hringja í hann í síma 7726616.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -