Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Gæludýrum lógað vegna COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dýraverndunaraðilar segja að gæludýraeigendur séu í auknum mæli farnir að losa sig við gæludýr sín. Í einhverjum tilvikum reyni þeir að finna dýrunum önnur heimili.
Dýralæknir kveðst merkja aukingu í aflífun gæludýra síðustu vikur. Hann segir að ástæðurnar séu tvíþættar. Annars vegar óttist eigendur COVID-19 smit í dýrunum og hins vegar séu þeir hræddir um að geta ekki sinnt þeim ef þeir sjálfir veikjast.

Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts.

„Fólk er mikið að koma með kisur til að finna ný heimili. Við höfum fundið fyrir aukningu á þessu tímabili, það er óhætt að segja það,“ segir Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts.

„Eigendur eru meðal annars að leyfa þeim að fara núna, áður en ástandið verður verra.“

Aðspurð telur Jóhanna Ása ástæðuna meðal annars vera vegna aukinnar viðveru fólks á heimilunum. „Núna eru börnin svo mikið heima og þá verða dýrin kvekktari við lætin. Það er kannski dálítið svoleiðis að gæludýrin þurfi að víkja í þessu ástandi,“ segir hún og bætir því við að á sama tíma gangi vel að koma köttunum út aftur.

Ítarlegri umfjöllun í helgarblaðinu Mannlíf.

Hún bendir einnig á að dýralæknar hafi gefið það út að kórónuveiran berist ekki úr gæludýrum í eigendur þeirra. „Það er sem betur fer líka aukning í hina áttina. Fólk er mikið heima hjá sér þar sem því leiðist og vantar félaga. Þannig finnum við líka aukningu í því að fólk taki kisur að sér og það er jákvætt.“

Kettir frekar en hundar

Guðjón Sigurðsson, dýralæknir á Dýralæknastofu Dagfinns, staðfestir að aukning sé á því að fólk sé að losa sig við gæludýrin af ótta við að kórónaveiruna. „Það er örlítil aukning á því. Þetta eru aðallega kettir, minna um hunda. Það eru fyrst og fremst eldri dýr. Eigendur eru meðal annars að leyfa þeim að fara núna, áður en ástandið verður verra og sumir eigendurnir gera þetta af ótta við að geta síðar ekki sinnt dýrunum,“ segir Guðjón. „Við fáum svolítið af hringingum vegna þessa.“

- Auglýsing -

Nánar er fjallað um málið í helgarblaðinu Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -