Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Skorar á yfirvöld að búa til björgunarpakka fyrir fjölmiðla líkt og Danir gerðu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjöl­miðla­fræð­ing­urinn Sigrún Stefánsdóttir skorar á íslensk yfirvöld að fylgja fordæmi Dana og styðja við starfsemi sjálfstætt starfandi fjölmiðla á þeim óvissutímum sem nú eru uppi. Sigrún skrifar um málið í pistil sem birtist á vef Kjarnans.

„Á sama tíma og fyr­ir­tæki draga úr starf­semi sinni og jafn­vel loka vegna kór­ónu­veirunn­ar, treystum við því að fjöl­miðlar fræði okkur áfram um ástand­ið, standi vörð um vel­ferð okkar og geð­heilsu og séu okkar bestu vinir á löngum dögum inni­lok­un­ar. Krafan er jafn­vel sú að miðl­arnir gefi í og auki þjón­ustu við okkur sem heima sitj­um,“ skrifar Sigrún sem situr í stjórn fjölmiðlafyrirtækisins N4.

„Ég hef stolt fylgst með því hvernig fram­kvæmda­stjóri þess og starfs­fólk hafa hag­rætt og end­ur­skoðað allan rekst­ur­inn til þess að þrauka á und­an­förnum árum,“ skrifar Sigrún. Hún segir hver mánaðamót vera fyr­ir­kvíð­an­leg en að starfsfólk gefi þá frekar í heldur en að leggja árar í bát. Sigrún segir að ofan á aukið vinnuálag bætast fjár­hags­á­hyggj­ur og áhyggjur af starfs­ör­yggi og heilsu.

Spyr hvað gerist ef fjöl­miðlar gef­ast vegna fjár­skorts

Sigrún segir fjölmiðla lengi hafa barist í bökkum en að ástandið fari nú versnandi og að óvissan aukist.

„Fylgi­fiskur þess að fyr­ir­tækin í land­inu draga saman starf­semi er sam­dráttur í aug­lýs­inga­tekjum sjálf­stætt starf­andi fjölmiðla. Þessa hefur þegar orðið áþreif­an­lega vart. Fjöl­miðl­arnir hafa lengi barist í bökkum og reynt að þregja Þorr­ann í þeirri von að fjöl­miðla­frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, Lilju Alfreðs­dótt­ur, um stuðn­ing við sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla næði fram að ganga. Eðli­lega hverfur þetta frum­varp um stund í skugg­ann fyrir líf­róðri rík­is­stjórnar á þessum krísutímum. En hvar verðum við stödd ef þessir fjöl­miðlar gef­ast nú upp og loka vegna fjár­skorts?“

- Auglýsing -

Sigrún er viss um að án stuðnings yfirvalda þá styttist í að einhver fjölmiðlafyrirtæki landsins gefist upp vegna fjár­skorts.

Í skrifum sínum skorar Sigrún á mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og íslensk stjórnvöld að taka Dani sér til fyrirmynda og geri björgunarpakka fyrir íslenska fjölmiðla. Hún segir að það þurfi að bregðast hratt við þannig að fjölmiðlafólk geti áfram sinnt hlutverki sínu án þess að óttast um að missa vinnuna. „Þeir [Danir] hafa sam­þykkt mik­il­vægan stuðn­ing til fjöl­miðla til þess að mæta tekju­bresti vegna sam­dráttar í aug­lýs­ing­um.“

„Ég skora á yfir­völd að fara að dæmi Dana og styðja strax við starf­semi sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla út frá svip­uðum við­miðum og Danir hafa gert.“

- Auglýsing -

Pistil Sigrúnar má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -