Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

„Það var ráðist á 8 ára son minn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elí Kristberg Hilmarsson birti færslu á Facebookarsíðu sinni í gærkveldi og óskaði eftir vitnum vegna árásar sem gerð hafði verið á átta ára son hans við rólóvöll rétt utan við Gráhellu á Selfossi um klukkan átta í sama kvöld. Hann lýsir meintum gerendum svohljóðandi: „Tveir hávaxnir unglingar, einn í rauðri peysu, einn í svartri og tveir klæddir gráum peysum og pólskumælandi.“

Í samtali við blaðamann Vísis segir Elí að sonur hans hafi komið heim í miklu uppnámi og segir árásamennina fjóra vera á aldrinum 15-16 ára.

„Hann var bara að labba heim frá vini sínum og gengur fram hjá róló sem er hérna nálægt okkur. Þá sér hann fjóra unglinga á vappinu í kringum rólóinn, það er náttúrulega orðið dimmt á þessum tíma. Þetta er rétt fyrir átta og hann er á leiðinni heim. Þá bendir einn þeirra á hann og þeir segja eitthvað á pólsku sem hann náttúrulega skilur ekki.“

Hann lýsir því hvernig þeir koma askvaðandi að syni sínum sem frýs: „Einn rífur í hettuna á honum, annar tekur í hann og hrindir honum og svo byrja þeir að sparka ítrekað í hann: bakið á honum, löppina, síðuna og annað. Hann er alveg með áverka eftir þetta. Eins og hann sagði sjálfur: „Ég var bara að labba og bjóst ekkert við því að þeir myndu koma og ráðast á mig,“ enda bara að labba heim til sín.“

Lögreglan á Suðurlandi staðfesti við fréttastofu Vísis að málið væri komið á borð þeirra og er í rannsókn.

Með færslunni birti Elí ljósmyndir sem sýna áverka á syni sínum og rifna úlpu.

Mar á fótlegg. Mynd/skjáskot FB

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -