Fyrrverandi forstjóri Toyota á Íslandi Páll Breiðdal Samúelsson er látinn. Hann var 94 ára gamall og lést á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka aðfaranótt sl. laugardags, 21. október.
Páll var fæddur og uppalinn á Siglufirði en fluttist ungur til Reykjavíkur. Þegar til höfuðborgarinnar var komið snéri hann sér að viðskiptum og þá leitaði hugur hans beint að bílum. Páll var brautryðjandi þegar kom að bifreiðasögu Íslands. Hann flutti inn til landsins fyrsta Toyota-bílinn. Fyrirtæki hans, P. Samúelsson ehf, sá um umboð Toyota-bifreiða á landinu og varð Toyota orðinn mest seldi bílinn á landinu þegar Páll og fjölskylda seldi fyrirtækið árið 2005.
Eftirlifandi eiginkona Páls er Elín Sigrún Jóhannesdóttir og eignuðst þau saman þrjú börn.
Mbl.is greindi fyrst frá.