Félag Sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði hélt svokallað bleikt boð á dögunum.
Vorboði, félag Sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði hélt bráðskemmtilegan viðburð þann 19. október síðastliðinn í Norðurbakka 1 í tilefni af Bleikum október en þar var boðið upp á „búbblur, bleikt sushi og bleikt konufjör,“ eins og það var orðað í viðburðalýsingunni á Facebook. Sigríður Klingenberg sá um stuðið og „500 kallinn“ Jón Sigurðsson sá um tónlistina. Bæjarstjórinn sjálfur, Rósa Guðbjartsdóttir var veislustjóri kövöldsins. Þá var Krabbameinsfélagið með bás á staðnum með vörur til styrktar félaginu.
Mannlíf var að staðnum og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir neðan en allar voru þær teknar af Guðjóni Guðjónssyni hjá Mannlífi: