Konur slóu svo sannarlega í gegn í gær þegar þær troðfylltu miðborg Reykjavíkur til að mótmæla því misrétti sem konur og kvárar búa við á Íslandi. Giskað er á að 70-100 þúsund manns hafi mætt til mótmælanna.
Langflestir eru hæstánægðir með mætinguna og málstaðinn. Málið bar á góma í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heimir Karlsson, stjórnandi þáttarins og einn besti útvarpsmaður landsins, er ófeiminn við að reifa skoðanir sem ekki eru líklegar til vinsælda. Hann nefndi þá gagnrýni sem komið hefði fram á slagorð á borð við „Fokk feðraveldi“. Taldi hann slíkt orðbragð ekki vera sæmandi.
Samstarfsmaður hans, Lilja Katrín Gunnarsdóttir, kom til varnar hinum orðljótu og taldi tilganginn helga meðalið. Heimir lagði áherslu á að hann styddi baráttu kvenna þótt orðbragðið hneykslaði hann …