Stefán Pálsson segir frá frumlegri samsæriskenningu um Bandaríkjaher.
Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson skrifaði stutta en spaugilega Facebook-færslu í morgun um samsæriskenningu sem hann sá á samfélagsmiðlinum X. Rifjar hann fyrst upp þá aðferð bandamanna í heimstyrjöldinni seinni, við að afla sér upplýsinga um fjöldi þýskra hermanna í Noregi. Það hafi þeir gert með hjálp stærsta brugghússins sem kom til þeirra upplýsingum um hversu mikinn bjór hernmálsliðið keypti af þeim og hvert hann var sendur. Segir hann svo að áhugamenn um hernaðarmál hafi komið fram á X með þá kenningu að eitthvað mikið væri í bígerð hjá Bandaríkjaher. „Og hvernig? Jú, Domino´s staðurinn í nágrenni við Pentagon birtir á síðunni sinni upplýsingar um seldar pizzur og tölurnar ruku upp í gær.“
Nú er bara að bíða og sjá með framhaldið en á dögunum sendi Joe Biden Bandaríkjaforseti stærsta herskip heims að botni Miðjarðarhafs.
Færsluna má lesa í heild hér:
„Þekkt er sagan af því hvernig bandamenn í heimsstyrjöldinni öfluðu sér upplýsinga um fjölda þýskra hermanna í Noregi – sem var vitaskuld hernaðarleyndarmál – með því að stærsta brugghúsið kom til þeirra upplýsingum um hversu mikið af bjór hernámsliðið keypti af þeim og hvert hann væri sendur.