Mikil söluaukning hefur orðið á spritti í Lyfju vegna útbreiðslu COVID-19 en hálfs árs birgðir hafa verið að fara á um mánuði. Þetta kemur fram í viðtali VB við framkvæmdastjóra Lyfju, Sigríði Margréti Oddsdóttur.
Sigríður segir að á tímabili hafi starfsfólk þurft að biðja viðskiptavini um að hamstra ekki handspritt og taka bara einn brúsa á mann.
Sigríður segir engan skort vera á handspritti en að það hafi þó verið krefjandi að tryggja framboð á góðu handspritti í verslunum Lyfju. „Vissulega koma dagar þar sem birgðir klárast í tilteknum verslunum á tilteknum tímum,“ segir Sigríður í samtali við VB.
Sigríður minnir fólk á að henda ekki handpumpum af handsprittbrúsum, sótthreinsivörum og sápum þar sem skortur er á slíkum pumpum á heimsvísu.
Sjá einnig: Alls ekki henda handpumpum af handsprittbrúsum! Tilmælin koma frá Umhverfisstofnun og Landlækni