Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist verulega saman í mars. Þetta kemur fram í tölum Sem Vegagerðin birti í gær. Þar segir að umferðin hafi dregist saman um 21 prósent ef miðað er við febrúar.
Samdrátturinn hefur aukist eftir því sem samkomubannið lengist. „Afleiðingar faraldursins og samkomubanns eru því að birtast með mjög skýrum hætti í umferðartölum,“ segir á vef Vegagerðarinns.
Umferð um Hafnarfjarðarveg hefur dregist mest saman. Samkomubannið endurspeglast einnig í umferðinni á Reykjanesbraut og á Vesturlandsvegi.
Meðfylgjandi er mynd sem sýnir línurit yfir fjölda ökutækja á sólarhring á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári.