Matvælastofnun varar við neyslu á Amy’s Kitchen grænmetislasagna vegna aðskotahlutar, málmbita nánar tiltekið, sem fannst í vörunni. Fyrirtækið Einstök matvæli ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar, þar er að finna nánari upplýsingar um vöruna sem um ræðir.
Grænmetislasagnað frá Amy’s Kitchen fæst í verslunum Hagkaupa og Nettó og í Heimkaupum, Fjarðarkaupum og Melabúðinni.
„Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki upplýsingar um að neysla á vörunni hafi valdið neytendum skaða,“ segir á vef Matvælastofnunar.