Fyrrum kennarinn Eiríkur Haraldsson er látinn.
Eiríkur Haraldsson, fyrrverandi kennari við Menntaskóla Í Reykjavík, er látinn 92 ára að aldri. Hann lést sunnudaginn 29. október en mbl.is greinir frá.
Eiríkur fæddist og ólst upp í Vestmanneyjum en fjölskylda hans fluttist til Reykjavíkur svo Eiríkur og bræður hans gætu tekið landsprófs. Hann var mikill íþróttagarpur og átti meðal annars Íslandsmet í 3.000 metra hindrunarhlaupi um tíma. Eiríkur kenndi íþróttir og þýsku í MR frá 1956 til 2001 og handskrifaði hann stúdentsskírteini fyrir MR í áratugi.
Eftirlifandi eiginkona Eiríkis er Hildur Karlsdóttir og eignuðst þau fjögur börn.