Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Sýn segir upp 20 manns – „Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tuttugu starfsmönnum var sagt upp hjá Sýn í dag, Fréttablaðið greindi frá.

Arnar Björnsson, einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, er einn þeirra, en hann staðfestir uppsögnina í viðtali við DV. Arnar hóf störf hjá Sýn árið 1997, þar áður starfaði hann um árabíl hjá RÚV.

Arnar Björnsson
Mynd / Facebook

„Ég hef miklu meiri samúð með mörgu öðru fólki en sjálfum mér,“ segir hann í viðtalinu við DV, og segist þegar farinn að horfa sáttur til baka á ferilinn, nokkrum augnablikum eftir að honum var sagt upp störfum.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þetta og það er auðvitað bara merkilegt að gera það á þessum tímum. Ég hef það bara fínt og líður vel. Sakna auðvitað margra góða samverkamanna,“ segir Arnar.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu einhverjir starfsmenn þurfa að taka á sig launaskerðingu.

Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar staðfestir við DV að 20 manns var sagt upp en engum almennum fréttamanni. Uppsagnirnar náðu til starfsfólks á auglýsingadeild og íþróttadeild, sem og tæknifólks og dagskrárgerðarmanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -