Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Hætta á eldgosi í dag: „Ansi hrædd­ur um að við séum kom­in ná­lægt því“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorvaldur eldfjallafræðingur segir að gjósa muni fljótlega.

„Ég er ansi hrædd­ur um að við séum kom­in ná­lægt því að fara í gos,“ sagði Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla- og berg­fræði, í samtali við mbl.is. Reykjanes hefur nötrað í nokkrar vikur en tveir jarðskjálftar yfir 4 hafa mælst í dag og hafa margir haft áhyggjur af eldgosi. Þorvaldur segir að eldgos sé handan við hornið.

„Mér sýn­ist kvik­an vera búin að ná upp á minna dýpi. Hún dreif­ir sér frá 4-5 kíló­metr­um og nán­ast til yf­ir­borðs,“ og telur Þorvaldur að það gæti gosið í dag. „Klukku­tíma til daga. Ég held við séum kom­in ansi ná­lægt þessu. Landrisið held­ur áfram eins og all­ir geta séð.“

Þorvaldur hefur líka miklar áhyggjur af þessu mögulega eldgosi. „Kvik­an í sjálfu sér verður ör­ugg­lega eitt­hvað aðeins gróf­ari. Þetta er kvika sem hef­ur safn­ast fyr­ir á aðeins grynnra dýpi. Til að kom­ast upp á grynnra dýpi þarf hún að vera eðli­slétt­ari. Þannig það má bú­ast við að hún verði ekki eins rík í magnesí­um. Verði eins og við köll­um gróf­ari, það þýðir að hún verði með meiri kviku­gös­um í sér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -