Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Bjarni svarar gagnrýni: „Við getum ekki staðið með Ísraelsmönnum í sjálfsvarnarrétti sínum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra svarar gagnrýni sem honum hefur mætt vegna klippu úr viðtali sem við hann var tekið af fréttamanni RÚV. Þá er Bjarna gefið að vera talsmaður meðalhófs þegar kemur að þjóðarmorðum.

Í yfirlýsingu Bjarna segir:

„Nú fer víða á samfélagsmiðlum stutt brot úr frétt RÚV í gærkvöldi. Í fréttinni bendi ég meðal annars á að Ísrael verði að beita meðalhófi í sjálfsvörn sinni, eðli málsins samkvæmt. Sá hluti er hins vegar víða klipptur út einn og sér og settur í það samhengi að ég telji meðalhóf felast í miklu mannfalli meðal saklausra borgara, jafnvel barna. Þjóðarmorð eru beinlínis nefnd í því samhengi.

Þess er gætt að birta ekki fréttina í heild, enda sýnir hún allt aðra mynd. Þar kemur fram að við getum ekki staðið með Ísraelsmönnum í sjálfsvarnarrétti sínum þegar gengið er of langt. Að allar vísbendingar um lögbrot verði að rannsaka og hafa afleiðingar. Að þegar börn og aðrir saklausir verða í skotlínunni þá sé ákallið skýrt; átökin verði að stöðva.“

Bjarni segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þeirri skautun sem birtist í umræðunni:

„Annað hvort tekurðu undir ítrustu kröfur þeirra sem hæst hafa, hvoru megin borðsins sem er, eða ert svarinn andstæðingur þeirra. Engar málamiðlanir, enginn millivegur.“

- Auglýsing -

Utanríkisráðherra segir að sjaldan hafi verið eins mikilvægt að sýna samstöðu:

„Afstaða mín og ríkisstjórnarinnar hefur verið skýr í þeim efnum síðustu vikur;

Mannúðarhlé verður að gera á átökunum. Alþjóðalög skal virða án undantekninga og rannsaka ber allar vísbendingar um stríðsglæpi. Neyðarbirgðir og aðstoð verða að komast óhindrað inn á átakasvæðið. Íslensk stjórnvöld hafa tvöfaldað stuðning við mannúðaraðstoð á Gaza og munu áfram leggja sitt af mörkum.“

- Auglýsing -

Í lokin vill Bjarni sporna gegn upplýsingaóreiðu og setti hlekk að fréttinni í heild.

Hér að neðan má sjá færslu Bjarna í heild:

Sjá nánar:

Bjarni harðlega gagnrýndur: „Talsmaður meðalhófs í þjóðarmorðum“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -