Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Ný dagsetning á karlaverkfalli: „Konur hafa svo gott sem einræðisvald yfir forræðismálum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breytt dagsetning á karlaverkfalli.

Eins og Mannlíf greindi frá í október var boðað til karlaverkfalls þann 6. nóvember og virtist verkfallið hugsað sem einhverskonar mótvægisaðgerð gegn verkfalli kvenna og kvár sem var haldið 24. október. Verkfallinu var hins vegar frestað og hefur nú fengið nýja dagsetningu en sú er 19. nóvember en samkvæmt Facebook-viðburðinum er það alþjóðadagur karla. Þá hefur bæst í hóp þeirra sem standa fyrir viðburðinum en ásamt Skúla Gígjusyni þá hafa Aron Bjarmi og Andri Hlífarsson lagt hönd á plóg í skipulagningu.

Mannlíf heyrði í Skúla og spurði hann hvort hann fyrir meðbyr varðandi verkfallið. „Já, það er stemmning í loftinu.“ Um 2.000 manns hefur sýnt áhuga á viðburðinum, samkvæmt Facebook.

Hægt er að lesa lýsingu á viðburðinum hér fyrir neðan

„Það er kominn tími á það karlar standi upp og sýni hversu mikið þeir eru virði.
Karlar vinna 12% lengri vinnuviku en konur og þeir sem vinna lengst eru sjómenn og bændur sem eru meira en 90% karlmenn.
Karlar vinna hættulegri vinnur og menn frá 15 ára til 40 ára eru tvöfald til þrefald meiri líklegri til að deyja en konur.
Nokkur dæmi: kynjakvótar hjá fyrirtækjum til að ráða fleiri konur en samt bara þar sem hentar. Konur hafa svo gott sem einræðisvald yfir forræðismálum.
Hlutfall nemenda í skólum og það er enginn að berjast fyrir því, og hlutfallslega fleiri konur núna í háskóla heldur en voru karlar þegar var verið að berjast fyrir fleiri konum í háskóla.
Sjálfsvíg, geðheilsa, einmannaleiki, heimilisleysi, lengri fangelsisdómar fyrir sömu glæpi, meiri vímuefnanotkun, almennt hlutverkaleysi í samfélaginu. Konur hafa svo mikið af úrræðum sem eru bara fyrir konur sem er ekki fyrir karla, hvort sem það er félagsstarf eða athvörf fyrir þær sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Það er ekki eitt einasta karlaathvarf á Íslandi t.d.. Geðheilsukerfið er ekki hannað fyrir karla.
Ef þú ert ungur karlmaður sem getur fengið vel launaða vinnu sem ekki krefst menntunar þá er það yfirleitt líkamlega erfið vinna
59% kvenna á höfuðborgarsvæðinu hafi klárað háskólanám en 45% karla.
Á landsbyggðinni sé hlutfallið 40% kvenna og 19% karla.
19 nóvember ( alþjóðadagur karla) ætla karlar að taka verkfall frá vinnunni og öllum heimilisstörfum meðal annars að skipta um dekk, elda matinn, þrífa og margt fleira.
Markmið verkfallsins innifelur betri laun, sérstaklega fyrir bændur og sjómenn og menn í iðnaðar vinnu.
Betrum bætt skólakerfi þar sem strákar eru mun líklegri til að hætta fyrr í menntaskóla.
Endilega deilið þessu!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -