Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Vill sporvagna í Reykjavík: „Rúmenía er eitt fátækasta land Evrópu en samt er þetta nú hægt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Teitsson kemur með afar áhugaverðan punkt varðandi samgöngumál Reykjavíkurborgar.

Björn Teitsson, sérfræðingur hjá Skipulagsstofnun og fyrrverandi blaðamaður skrifaði áhugaverða færslu á samfélagsmiðlinum X. Þar birti hann ljósmynd af sporvagni í rúmensku borginni Brăila, og vekur athygli á að íbúafjöldi borgarinnar sé svipaður og í Reykjavík og að meðalhitinn yfir vetrarmánuðina sá sami. „Þess má einnig geta að Rúmenía er eitt fátækasta land Evrópu en samt er þetta nú hægt.“

Arnar nokkur Sigurðsson skrifaði athugasemd og er nokkuð meinhæðinn: „Byggt 1886! Athyglisvert að það skuli ekki vera einn einasti farþegi í sporvagninum. En ef taka á stöðu í fortíðartækni, af hverju ekki bara að fara alla leið aftur til hestvagnanna?“

Þessu svaraði Björn fimlega: „alandi um gamla ferðamáta. Kannski að hætta að labba líka, of gamaldags? Eða drekka vín, fólk búið að gera það um þúsundir ára. Stígum aðeins í raunveruleikann. Þú veist betur. Allar bestu, framsæknustu og eftirsóttustu borgir heims bjóða upp á hágæðaalmenningssamgöngur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -