Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Skilur að fólk hiki við að sækja smáforritið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn ræddi væntanlegt smáforrit sem mun auðvelda vinnu við smitrakningu vegna útbreiðslu COVID-19 í morgunfréttum á Rás 1 og 2 í morgun. Víðir telur forritið muni koma sér vel þegar álagið á smitrakningarteymið eykst en skilur vel ef fólk hiki við að sækja það.

Víðir ræddi virkni forritsins. Hann sagði að forritið fylgist með ferðum manna og ef einstaklingur smitast þá er hægt að kalla eftir upplýsingum um hvaða símar voru í návígi við síma þess smitaða og skilaboð verða send út. „Þá kemur texti eins og: „þú varst í návígi við smitaðan einstakling og við óskum eftir að þú farir í sóttkví.“ Og svo verður þessu fylgt eftir með símtali,“ sagði Víðir.

Sérfræðingar hafa horft til annarra þjóða við gerð forritsins að sögn Víðis. „Þá aðallega Singapúr. Líka Suður-Kóreu en þar eru menn að ganga miklu lengra á persónufrelsi manna, sem við viljum ekki gera. Við munum fara einhvern milliveg.“

Reiknar með að forritið verði tilbúið í næstu viku

Víðir skilur að sumt fólk sé hikandi við að sækja forrit sem rekur ferðir fólks.

„Ég fékk sjálfur smá hroll þegar ég sá kynningu um hvernig þetta er gert í öðrum löndum. Í röngum höndum getur þetta höggvið nærri okkar persónuvernd,“ sagði Víðir. Hann bætti við að Embætti landlæknis muni bera ábyrgð á forritinu. Unnið verður eftir ítrustu reglum og kröfum um vinnslu á heilbrigðisupplýsingum að sögn Víðis.

- Auglýsing -

„Við förum ekki af stað með þetta nema við séum fullvissuð um að þetta sé öruggt,“ sagði Víðir. Um leið og veiran er gengin yfir þá verður forritinu og öllum gögnum sem hafa safnast eytt að sögn Víðis. Ytri aðili mun þá koma að verkefninu og meta öryggið

Fólk ræður því sjálft hvort það sæki og noti forritið en Víðir hvetur fólk til að nota forritið um leið og það verður gefið út. Hann reiknar með að hægt verið að taka forritið í notkun í næstu viku. Hann segir vísindamenn í faraldsfræði hafa reiknað út að góður árangur í smitrakningum muni nást ef að minnsta kosti 60% farsíma í landinu nota forritið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -