Við erum nokkrir norskir umhverfissóðar og sluppum sluppu hér inn og tryggðum okkur aðstöðu til að hefja eldi á forsendum sem stjórnmála- og sveitarstjórnarmenn kokgleiptu.“ Svona byrjar ný Facebook-færsla hjá Ólafi Hauki Símonarsyni leikritaskálds.
Nýverið sagði Mannlíf frá Facebook-færslu Eddu Björgvinsdóttur þar sem hún gerði stólpagrín að norskum laxeldisforstjóra sem sá ekkert að því að selja sýktan lax í verslunum. Ólafur Haukur Símonarson leikskáld skrifaði færslu í dag þar sem hann gerir stólpagrín að norskum laxeldisfyritækjum. Þar lýsir hann ímyndaðri yfirlýsingu „norskra umhverfissóða“ til íslensku þjóðarinnar. Hæðnin drýpur af hverju orði leikskáldsins í færslunni. Lokaorðin bera þess vel merki: „Skilja menn þetta bara alls ekki? Við komum til Íslands til að losna við allt þetta röfl sem við höfum mátt þola í Noregi og Skotlandi. Við viljum bara fá að rækta okkar sýkta, ógeðslega fisk í friði fyrir einhverjum nöldurskjóðum!“
Hægt er að lesa hinu mögnuðu færslu í heild sinni hér fyrir neðan: