Jóhannes Jónasson er látinn
Jóhannes, þekktur sem Jói á hjólinu, féll frá 27. október. Hann var 81 árs gamall. Jóhannes var goðsögn í Kópavogi en hann fór allar sínar ferðir á hjóli. Íbúar bæjarsins hafa lengi kunnað að meta Jóhannes en að sögn þeirra var hann hjartahlýr og vingjarnlegur maður.
Hann hlaut heiðursviðurkenningu frá Sögufélagi Kópavogs og fékk titilinn Sögulegur reiðhjólameistari Kópavogs. Hann hjólaði allt árið og sagði Dr. Gunni eitt sinn um Jóa: „Jói á hjólinu lætur ekki veðrið aftra sér setur bara upp sækadelísk sólgleraugu. Kempan er komin yfir sjötugt en er enn tákn um Kópavog og hjólreiðar. Gott að einhver er að standa sig!“