Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
3.3 C
Reykjavik

Þorvaldur hræðir Grindvíkinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flestir eru sammála um að gos sé í vændum  nálægt virkjun HS-Orku í Grindvík og að sjálfsagt sé að vera á varðbergi. Á meðal vísindamanna er óvissa um það sem er að gerast í undirdjúpum Svartsengis. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands er með afdráttarlausar skoðanir á því sem er að gerast segir við Vísi að réttast væri að rýma Grindavík og flytja þannig íbúana einskonar hreppaflutningum í öruggt skjól. Margir hafa athugasemdir við slíkt tal og telja það vera til þess eins að ýta undir taugaveiklun og ótta.

Aðrir vísindamenn fara hægar í sakirnar og segjast ekki vita hvort eða hvenær gjósi. Víðir Reynisson, sá yfirvegaði talsmaður Almannavarna telur ástæðulaust fyrir Grindvíkinga að vera andvaka yfir stöðunni og tekur ekki undir með þeim sem vilja flytja heimamenn á brott.

Mörgum er í fersku minni að örfáum klukkustundum fyrir fyrsta gosið við Fagradalsfjall lýsti vísindamaður á þessu sviði yfir í sjónvarpsfréttum að engin hætta væri á gosi á næstunni. Hann hafði varla sleppt seinasta orðinu þegar jörðin opnaðist.

Það kemur í ljós á næstu vikum hvort varnaðarorð Þorvaldar eldfjallafræðings áttu rétt á sér eða hvort um var að ræða glámskyggni og dramatík eða djúphugsuða innsýn í hið ókomna …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -