Myrti mótmælendur með byssu.
Bandaríski lögmaðurinn Kenneth Darlington var fyrr í vikunni handtekinn fyrir morð á tveimur loftlagsmótmælendum. Mótmælendurnir höfðu stöðvað alla umferð á veg sem lögmaðurinn var að ferðast á en atvikið gerðist í Panama. Vitni segja að hann hafi sagt: „Þessu lýkur í dag,“ þegar hann steig út úr bílnum. Darlington hélt á skammbyssu þegar hann steig út úr bílnum. „Ég vil ekki tala við konur, ég vil tala við karlmenn,“ sagði hann við skipuleggjendur mótmælanna.
Eftir að hafa rifist við mótmælendurna í nokkurn tíma skaut hann tvo þeirra. Annar þeirra lést samstundið en hinn var fluttur á sjúkrahús en var úrskurðaður látinn þegar þangað var komið. Darlington settist aftur í bílinn sinn og ætlaði að koma sér í burtu. Þá var hann spurður hvort hann vissi hvað hann hefði gert. „Já, ég drap einn og skaut annan.“
Hann var skömmu síðar handtekinn á staðnum af lögreglumönnum.