Í gær samþykkti stjórn Eflingar ályktun þar sem stjórnin fordæmir það sem hún kallar þjóðernishreinsanir ísraelska ríkisins á Gaza. „Ísland getur ekki setið hjá á meðan ísraelska ríkið stundar þjóðernishreinsanir í Palestínu,“ segir í ályktuninni og næsta lína er eftirfarandi: „Þau skelfilegu morð sem að nú eru framin á almennum borgurum, börnum, konum og mönnum eru glæpur gegn mannkyni.“ Krefst stjórn Eflingar að íslensk stjórnvöld tal skýrt fyrir vopnahléi á Gaza. Þá ákvað stjórnin að styrkja Félagið Ísland Palestína um hálfa milljón króna.
Ályktunina má lesa hér í heild sinni:
Stjórn Eflingar fordæmir þjóðernishreinsanir ísraelska ríkisins á Gaza.