Sérblað Fréttablaðsins, Sóttkví og samkomubann, fylgir Fréttablaðinu í dag. Þau mistök voru hins vegar gerð að í blaðinu stendur að það fjalli um „samgöngubann“ í staðinn fyrir samkomubann.
Nokkrir netverjar hafa bent á þessi meinlegu mistök á samfélagsmiðlum. Fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir er ein þeirra sem skrifar um sérblað fréttablaðsins á Twitter og bendir á mikilvægi prófarkalesturs.
Ekki skera niður í próförkinni þegar kreppir að… pic.twitter.com/MtmvyYCuF8
— Fanney Birna (@fanneybj) March 24, 2020
Magnað að Fréttablaðið hafi gefið út heilt aukablað í dag þar sem orðið samkomubann er misskilið og talið vera samgöngubann. pic.twitter.com/L7DZhZJuDB
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 24, 2020
Fréttablaðið hefur birt leiðréttingu á vef sínum. Þar segir m.a.:„Eins og kunnugt er gildir samkomubann hérlendis miðað við tuttugu manns, en ekki samgöngubann. Það leiðréttist hér með og beðist velvirðingar.“