Mun öflugri og stærri atburð er um að ræða en sést hefur á Reykjanesinu síðustu ár en kvikugangur er undir Grindavík.
Eldfjalla og náttúruvárhópur Suðurlands skrifaði Facebook-færslu fyrir hálftíma þar sem hópurinn segir að gríðarmikil skjálftavirkni sé enn við Grindavík en að virknin hafi bæði í nótt og í morgun verið mest suðvestur af Grindavíkurbæ. Telur hópurinn það til marks um að kvikugangurinn hafi lengst enn frekar, jafnvel alla leið á haf út.
„Ljóst er að um miklu öflugari og stærri atburð er að ræða en sést hefur áður á Reykjanesskaga á síðustu árum. Sé miðað við norðurenda Sundahjúkagíga og að suðurenda hrinunnar gæti gangurinn náð núna um 12 km,“ segir í færslunni.