Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Kvikugangur undir Grindavík: „Um mun öflugari og stærri atburð er að ræða en sést hefur áður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mun öflugri og stærri atburð er um að ræða en sést hefur á Reykjanesinu síðustu ár en kvikugangur er undir Grindavík.

Eldfjalla og náttúruvárhópur Suðurlands skrifaði Facebook-færslu fyrir hálftíma þar sem hópurinn segir að gríðarmikil skjálftavirkni sé enn við Grindavík en að virknin hafi bæði í nótt og í morgun verið mest suðvestur af Grindavíkurbæ. Telur hópurinn það til marks um að kvikugangurinn hafi lengst enn frekar, jafnvel alla leið á haf út.

„Ljóst er að um miklu öflugari og stærri atburð er að ræða en sést hefur áður á Reykjanesskaga á síðustu árum. Sé miðað við norðurenda Sundahjúkagíga og að suðurenda hrinunnar gæti gangurinn náð núna um 12 km,“ segir í færslunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -