Ólafur Haukur Símonarson talar um gleðifréttir frá Íslandi í nýrri Facebook-færslu.
„Sérfræðingar mínir í fiskeldi segja að neytendur í Evrópu hafi loks vaknað til vitundar um að eldislax úr sjókvíum sé vafasamt lostæti. Þannig hafi á örskömmum tíma orðið viðsnúningur í almenningsálitinu hvað þennan fisk varðar. Allt er í heiminum hverfult!“ Svona byrjar Facebook-færsla leikritaskáldsins og rithöfundarins Ólafs Hauks Símonarsonar en hann hefur verið duglegur að gagnrýna laxeldismál á Íslandi. Það hefur hann gert með hæðnina að vopni en nú er hann ánægður með þróunina.
Ólafur hélt áfram:
„Svo komu gleðtíðindin frá Íslandi:
Sala er hafin á ferskum landlaxi og ferskri landbleikju á íslenskum neytendamarkaði. Á vef Samherja segir að Samherji fiskeldi starfræki einungis landeldisstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju.
„Við teljum skynsamlegt að merkja vöruna sem best og undirstrika þannig gæði íslenska Landlaxsins og íslenskrar Landbleikju. Síðast en ekki síst viljum við að neytendur séu vel upplýstir um uppruna vörunnar, framleiðsluhætti og fleiri mikilvæga þætti.“
Út með norska kúkalabba inn með Landeldi lífeyrissjóðanna!“