Mánudagur 4. nóvember, 2024
7.8 C
Reykjavik

Tveir fyrirburar látnir á al-Shifa sjúkrahúsinu – Fleiri munu deyja í dag ef engin hjálp fæst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir fyrirburar dóu á al-Shifa sjúkrahúsinu á Gaza í gær, eftir að lífsnauðsynleg tæki hættu að virka vegna rafmagnsleysis.

Samkvæmt frétt Al Jazeera eru enn 37 nýburar í hættu á að missa líf sitt eftir að eldsneytið sem knýr rafmagnið á hitakassana á sjúkrahúsinu, rann út. Þetta var haft eftir forstjóra al-Shifa sjúkrahússins, Mohammed Abu Salmiya, í gær.

„Því miður höfum við misst tvö börn af 39 vegna rafmagnsskorts,“ sagði Abu Salmiya og hélt áfram. „Við erum að tala um fyrirbura sem þurfa á lífsnauðsynlegri umönnun að halda.“

Útskýrði hann að börnin tvö hafi látist eftir að eldsneyti sem notað er til að knýja rafmagnið fyrir hitakassa og súrefni, hafi runnið út. Rafmagnið var nauðsynlegt til að halda hita á börnunum og stanslaust streymi súrefnis til þeirra. Umsátursástand er á sjúkrahúsinu en ísraelski herinn hefur gert harðar árásir á það. „Þau dóu vegna lágs hitastigs og skorts á súrefni. Við erum nú að nota frumstæðar aðferðir við að halda þeim á lífi,“ sagði forstjórinn í gær. „Við erum með rafmagn til morguns. Þegar algjört rafmagnsleysi verður, munu fyrirburarnir deyja, rétt eins og hin.“

Mohammed Obeid, skurðlæknir á sjúkrahúsinu staðfesti einnig að nýburarnir hafi látist og sagði að fullorðinn sjúklingur hafi einnig látist vegna þess að það slökknaði á öndunarvél hans vegna rafmagnsskorts.

„Við viljum að einhver veiti okkur tryggingu fyrir því að þeir geti rýmt sjúklingana, því við erum með um 600 sjúklinga hér,“ sagði hann í raddupptöku sem birtist hjá samtakanna Læknar án landamæra.

- Auglýsing -

Ísraelski herinn hefur sagst að hann muni í dag aðstoða við að koma nýburunum á öruggara sjúkrahús. „Starfsfólk al-Shifa sjúkrahússins hefur óskað eftir því að á morgun (í dag), að við hjálpum börnum á fæðingadeildinni að komast á öruggari sjúkrahús. Við munum veita þá aðstoð sem þarf,“ sagði talsmaður ísraelska hersins, Daniel Hagari, í sjónvarpsávarpi.

Fréttamaður Al Jazeera, sem starfar í hinu hernumda Austur-Jerúsalem í Palestínu, Alan Fisher, segir að hið væntanlega plan Hagari, að flytja börnin á annað sjúkrahús, virðist óraunhæft. „Það vekur upp fjöldi spurninga. Í fyrsta lagi, hvernig mun það virka? Hvernig geta þeir flutt börnin á öruggan hátt, á svæði þar sem barist er á? Í öðru lagi, hvaða sjúkrahús myndu börnin fara á? Við heyrum að þvert yfir Gaza-ströndina séu sjúkrahús að verða uppiskroppa með nauðsynjar til að meðhöndla börn, þar á meðal fyrirbura.“

Bætti Fisher við að Ísraelar væru hugsanlega að bregðast við af áhyggjum vegna gagnrýni sem þeir hefðu fengið vegna ástandsins á al-Shifa sjúkrahúsinu og dauða barnanna tveggja.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -