Kári Guðmundsson skrifaði færslu í Facebook-hópnum Íbúar í Grindavík og fer þar mikinn. Segir hann að þeir sem stjórni aðgerðum á Suðurnesjum séu búnir að „tapa sér“ og nefnir sem dæmi að Víkingasveitin hafi verið fengin til aðstoðar. Segir Kári að meðlimir sveitarinnar hafi verið með „æsing við fólk sem var með leyfi til að sækja til Grindavíkur.“
„Við sem eigum þennan bæ það er komið fram við okkur eins og glæpamenn hvað í óskounum er víkingasveit að gera á svæðinu maður spyr sig er komið stríð?“ skrifaði Kári og bætti við að í Vestmannaeyjagosinu hefðu allir hjálpast að við að bjarga verðmætum en nú séu Almannavarnir búin að halda að minnsta kosti tvo til þrjá stóra fundi en fyrst í gær hafi fólki verið hleypt í bæinn að bjarga hrossum og kindum. Gengur Kári svo langt að segja að þeir sem stjórni aðgerðum séu búnir að brjóta landslög „og munu aldrei þurfa að sæta ábyrgð á því.“ Hvatti Kári aðra Grindvíkinga til að mæta klukkan 09:00 í dag til Grindavíkur til að „huga að fasteignum og sækja nauðsynlega hluti.“ Segir hann að lokum: „En 3800 manna bæjarfélag á það að hafa lögreglu og víkingasveit að banna okkur að fara á okkar heimili nú segi ég hingað og ekki lengra sýnum þeim að við séum Grindvíkingar“
Færslunni hefur verið tekið nokkuð vel og þó nokkrir tekið undir með orðum Kára.
Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
„Ég man eftir eyjafjallagosi sem var í jökli og var hálfgert spreingigos þar fóru fjöldi manna yfir jökul að virða gosið fyrir ser á lakk skóm en í dag er heilt bæjarfélag rímt á föstudagskvöldi útaf hættu á gosi, Og en er ekki hafið gos nú er sunnudagskvöld og þeyr aðilar sem stjórna þessum aðgerðum algjörlega búnir að tapa sér víkingasveitin með æsing við fólk sem var með leifi til að sækja til Grindavíkur í dag og fekk 1 af þeim meðal annars fylgd víkingarsveitar.