Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

HSÍ þiggur styrki frá umdeildu fyrirtæki: „Við tjáum okkur ekki um einstök ummæli“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

HSÍ tjáir sig ekki um orð samstarfsaðila.

Í seinustu viku tilkynnti Handknattleikssamband Íslands um nýjan samning sem sambandið gerði við fjártæknifyrirtækið Rapyd. Samningurinn hefur í för með sér að Rapyd mun styrkja 10 framúrskarandi unga leikmenn um 700 þúsund krónur. Um þetta var tilkynnt aðeins nokkrum dögum eftir að Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins, var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um átökin á Gaza-svæðinu en ummælin lét hann falla í samskiptum á LinkedIn við íslenskan mann sem hafði unnið hjá Rapyd. Þar tók forstjórinn afstöðu með Ísrael en hann er sjálfur frá Ísrael. 

Þú hefur ef til vill ekki skilið það sem ég var að segja þá mun ég nú endurtaka það með eins einföldum hætti og mér er unnt: Við munum drepa hvern einasta hamas-terrorista á Gasa og eyða þeim. Skilið?“ sagði forstjórinn og í framhaldi þess sagði hann að allar aðgerðir Ísrael á svæðinu væru réttlætanlegar til að ná fram þessu markmiði.

Mannlíf hafði samband við HSÍ til að spyrja um hvort þessi ummæli Arik hefðu áhrif á samstarfið. „Við tjáum okkur ekki um einstök ummæli forsvarsmanna samstarfsaðila okkar,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í svari vegna málsins. Þá hefði HSÍ aldrei sagt upp samningi við styrktaraðila og það komi ekki til greina að segja upp samstarfssamningi við Rapyd vegna þessa máls. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -