Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Öryrkjar fá jólabónus en fátækt eldra fólk ekki: „Það er með öllu óboðlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Öryrkjar fá jólabónus upp á 66.000 krónur. Þetta kom fram þegar fjáraukinn var kynntur á Alþingi í gær.

Inga Sæland sagði í samtali við Mannlíf að Flokkur fólksins hafi barist fyrir jólabónus til handa öryrkjum „með kjafti og klóm“ og bætti við: „Og drögum ekki dul á það hvað röddin okkar er ómetanleg fyrir þá sem við berjumst fyrir.“ Tekur Inga fram að enn hafi eldra fólk ekki hlotið slíkan jólabónus. „Stjórnvöld hafa enn ekki greitt eldra fólki í sárri neyð slíkan skatta og skerðingalausan jólabónus og munum við halda áfram að berjast fyrir því fram á síðasta dag.“

Flokkur fólksins mun leggja fram „enn eina“ breytingatillöguna við fjáraukann auk þess að koma með tillögu um að þessar bónusgreiðslur verði festar í fjárlög, „þar sem fólkið okkar sem haldið er hér í sárri fátækt fái 13 mánuðinn greiddan frá TR ár hvert, sem væri sennilega eina vitið,“ líkt og Inga komst að orði.

Segir Inga að lokum að hún sé mjög ánægð með jólabónusinn til öryrrkja en að hún vilji einnig sjá eldra fólks í fátækt fá hann. „Það er með öllu óboðlegt að ríkisstjórnin vísvitandi haldi fólki langt undir fátæktarmörkum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -