Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Skátar í hættu staddir á Vífilsfelli – Voru orðnir þrekaðir og illa til reika

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópur bandarískra skáta kom til Íslands í febrúar 1992, ásamt fimm fullorðnum einstaklingum. Tilgangur ferðarinnar var meðal annars að æfa sig í fjallaklifi og var stefnan tekin á Vífilsfellið. Alls voru unglingarnir sex og þó að DV hafi á sínum tíma fullyrt að 14 skátar hefðu verið í hópnum en eftir nákvæmar stærðfræðiæfingar, kemur í ljós að fimm plús sex eru 11, ekki 14.

Þegar hópurinn var búinn að setja upp tjald, fór hann að æfa sig í klifrinu. Á örskammri stundu breyttust blikur í lofti og á skall heljarinnar óveður. Það sem varð hópnum til happs var lítil handtalstöð en með henni gátu þeir látið vita af sér og gefið upp staðsetningu. Var þeim bjargað að björgunarsveitarmönnum og komið í skjól. Einn björgunarsveitarmaður féll og slasaðist nokkuð.

Hér má lesa umfjöllun DV um málið á sínum tíma:

Bandarískir skátar í vandræðum á Vífilsfelli

Voru orðnir þrekaðir og illa til reika

Loftskeytastöðin í Gufunesi heyrði neyðarkall frá 14 bandarískum skátum sem voru í vandræðum uppi á Vífilsfelli klukkan 9.25 í gærmorgun. Allar björgunarsveitir á Reykjavíkursvæðinu voru kallaðar út til að leita að hópnum.
Í fyrstu var ekki vitað nákvæmlega hvar skátarnir voru en aftakaveður var á þessum slóðum, mikið hvassviðri og skafrenningur. Skátarnir voru með litla handtalstöð og gátu komið nánari skilaboðum áleiðis um hvar þeir voru.



Fimm fullorðnir voru í hópnum og sex unglingar. Hópurinn hafði dvalið í skálanum í Arnarsetri í fyrrinótt en snemma í gærmorgun hélt hann upp á Vífilsfellið með tjald og klifurútbúnað. Skátarnir komu upp tjaldi sem átti að vera bækistöð þeirra meðan þeir æfðu klifrið en skömmu síðar skall á mikið óveður og fauk allur útbúnaðurinn út í veður og vind. 

Það var svo um klukkan 11:30 að björgunarsveitarmenn fundu skátana í Vífilsfellinu. Þá voru þeir orðnir þrekaðir og illa til reika. Farið var með hópinn í björgunarsveitarbíl þar sem þeir fengu þurr föt, mat og heita drykki.

Skátarnir og björgunarsveitarmenn voru komnir til Reykjavíkur um miðjan dag og fóru skátarnir í skoðun í Slysavarðstofu en þeim virðist ekki hafa orðið meint af volkinu.

Einn björgunarsveitarmannanna, sem tók þátt í leitinni fauk og slasaðist eitthvað. Hlúð var að honum á Borgarspítalanum í gær en ekki var vitað hversu alvarleg meiðsl hans voru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -